User:Hannes H. Gissurarson~enwiki

From Wikipedia, the free encyclopedia

Sæll!

Ef þú ert hinn eini sanni Hannes Hólmsteinn, vertu velkominn. Vertu annars velkominn, þótt svo sé ekki. :)

Kveðja Io 15:59, 8 March 2006 (UTC)

PS: Samdirðu greinina um þig sjálfur? Ef svo er, mætti ég biðja þig að fylgja íslenzkum nafnreglum og hafa "Hannes" í staðinn fyrir "Mr. Gissurarson"? Beztu kveðjur Io 16:05, 8 March 2006 (UTC)

PS. PS: Annars sé ég mig knúinn til að gera það sjálfur. :-) Beztu kveðjur Io 16:13, 8 March 2006 (UTC)

Íslenzkar nafnreglur og Wikipedia[edit]

Hannes minn!

Viltu gera okkur hinum (og hér tala ég fyrir hönd flestra íslenzkra Wikipediunotenda) þann greiða, að nota íslenzkar nafnreglur, þegar þú semur langa grein (og, ég veit, vel rannsakaða) og birtir hér. Það hefir verið nógu hart að berjast fyrir broddstöfum, að ekki séu nefnd vandkvæðin við að stafsetja nöfn frá söguöld.

Einlæg beiðni frá fyrrverandi nemanda og núverandi lesanda. (Þú manst það eflaust ekki, en einu sinni tókstu mig upp í tíma og spurðir mig um helztu hættur, sem steðjuðu að Róm á 1. öld fyrir Krist. Þá var ég ungur, en svaraði öllu rétt. Fjendurnir voru, ef ég man rétt núna, Júgúrta, Miþridates og Kimbrar — þar eð Maríus sigraði Germani fyrir aldamótin, var seinasti hættulegi óvinurinn sennilega Hannibal, sem þá var enn á lífi.). Viltu vera svo vænn að taka jafnmikið mark á mér núna? Mr. Oddsson eða Oddsson er fáránlegt orðalag í Wikipediunni. Aðrar þjóðir nota sínar málreglur á þessum vettvangi. Þar eð þú ert íslenzkur föðurlandsvinur, breyttu því, sem breyta þarf, og semdu síðan fleiri greinar. Greinar þínar eru góðar, en þær þurfa að vera í samræmi við umhverfi sitt — og það er hér íslenzkt. Hafðu ekki áhyggjur af því að móðga mig, ef þú kýst að láta þessu ósvarað. Ég er jafnvanur því og þú að vera í eins manns minnihluta. En ég gleddist ákaflega, ef þú breyttir nafnhefðum þínum. Innihald greinanna þarf ekki að breytast fyrir þær sakir. Beztu kveðjur Io 18:51, 14 March 2006 (UTC)

PS: Ef þú treystir ekki nafnlausum sendingum, er rétt að taka fram, að ég er alveg tilbúinn að senda þér rétt nafn, svo framarlega, sem það fer ekki lengra. Beztu kveðjur Io 18:55, 14 March 2006 (UTC)